ISNIC salurinn

Internet á Íslandi hf.
Útsýnið

ISNIC býður gestum og gangandi upp á að leigja fullkominn fyrirlestrarsal m. kaffiaðstöðu á 18. hæðinni í turninum við Katrínartún - sömu hæð og skrifstofa ISNIC er til húsa. Salurinn er aðallega hugsaður fyrir Internet-tengt fræðslustarf, en nýtist líka öðrum. ISNIC-salurinn stendur fyrirlesurum til boða gegn vægu gjaldi. Útsýnið úr salnum er í senn uppörvandi og mikilfenglegt.

Í salnum er iMac tölva tengd við hljóðkerfi og skjávarpa með tjaldi sem þið hafið afnot af. Einnig er hægt að koma með eigin fartölvu og tengja við með auðveldum hætti.

Mynd af ISNIC salnum

Verðupplýsingar:

Stakir dagar frá kl. 8:30-17 kosta kr. 25.000 fyrir allt að 30 manns.
Hálfur dagur kostar kr. 15.000.
Öll verð eru án VSK.

Umsóknarformið fyrir ISNIC salinn er fyrir neðan dagataliðÞeir sem hafa áhuga á salnum vinsamlegast fyllið út formið hér að neðan og tilgreinið þá daga/tíma sem sótt er um. Í umsókninni felst engin skuldbinding.

Nafn:

Netfang:

Skilaboð:

Staðfestingarform:  


ISNIC - Internet á Íslandi hf · Kt. 660595-2449 · Katrínartúni 2 · 105 Reykjavík
sími 578-2030 · netfang: isnic@isnic.is
Afgreiðslutími mán-fim 9:00-12:00 og 13:00-16:00, en fös 9:00-12:00 og 13:00-15:00
Copyright ©2021 Internet á Íslandi hf · Um ISNIC